„Astreus á nú hug minn allan og þess vegna hef ég ákveðið að búa hér úti,“ segir Pálmi Haraldsson aðspurður um flutning á lögheimili sínu til Bretlands í lok síðasta árs.

Í Viðskiptablaðinu er að finna ítarlega umfjöllun um búferlaflutninga þeirra aðila sem voru helstu leikendur og gerendur í íslensku viðskiptalífi síðustu árin fyrir bankahrun. Fjölmargir aðilar hafa flutt lögheimili sitt út sl. 18 mánuði, eða frá bankahruni.

Viðskiptablaðið náði tali af Pálma Haraldssyni en sem kunnugt er er Pálmi stærsti eigandi breska flugfélagsins Astreus sem m.a. leigir þotur til Iceland Express, sem einnig er í eigu Pálma.

Pálmi segist koma að daglegum rekstri Astreus í Bretlandi og því rökrétt að hann hafi aðsetur þar. Pálmi hefur lifað og starfað erlendis í nokkur ár.

Aðspurður um það af hverju hann hafi ekki flutt lögheimili sitt fyrr segir Pálmi að það hafi verið sameiginleg ákvörðun fjölskyldunnar að flytja á þessum tíma. Að öðru leyti hafi ekki legið djúpar ástæður þar að baki.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .