Í Dagens Industri í dag segir að Pálmi Haraldsson sé líklegur kaupandi að þrotabúi sænska lággjaldaflugfélagsins Fly Me.

Lögfræðingur þrotabúsins, Rickard Ström, segir að miðað sé að því fá lausn á málinu sem allra fyrst og helst í þessari viku og bætti við að fleiri aðilar hafi lýst yfir áhuga.

Pálmi, ásamt Jóhannesi Kristjánssyni, voru áður stærstu hluthafar í Fly Me í gegn um eignarhaldsfélagið Fons, með í kring um 20% hlut.