Pálmi Haraldsson hefur aukið hlut sinn í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket Travel Group, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Eignarhaldsfélagið Fons, sem stjórnað er af Pálma og samstarfsmanni hans Jóhannesi Kristinssyni, hefur verið að auka hlut sinn jafnt og þett og nam eignarhluturinn 12% í síðustu viku.

Talið er að Fons hafi keypt um 1% hlut í félaginu til viðbótar í dag, en hluturinn er enn undir 15% og því hefur ekki myndast flöggunarskylda. Félagið er skráð í kauphöllina í Stokkhólmi.

Í frétt Dagens Industri segir að markaðvirði 12% hlutar í Ticket Travel nemi um 40 milljónum sænskra króna, eða rúmlega 317 milljónum íslenskra króna,

Pálmi Haraldsson er einnig stærsti hluthafinn í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe og samþykkti á síðasta ári að selja Sterling-flugsamstæðuna til FL Group fyrir 15 milljarða króna.