Félag í eigu Pálma Haraldssonar afskrifaði hlutafé í Iceland Express upp á rúmlega tvo milljarða króna í lok  síðasta árs og breytti kröfu upp á rúmlega 1,7 milljarð króna í nýtt hlutafé.

Frá þessu er greínt í Markaðnum , fylgiriti Fréttablaðsins í í dag en þetta kemur fram í tilkynningu sem barst til fyrirtækjaskráar 31. janúar síðastliðinn. Iceland Express er sem kunnugt er í eigu Eignarhaldsfélagsins Fengs sem síðan er í eigu Pálma Haraldssonar.

Samkvæmt heimildum Markaðarins var tap Iceland Express vel á annan milljarð króna á árinu 2011 og hlutafjáraukningin er að mestu til að mæta því tapi.