Pálmi Haraldsson gerir 80 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis vegna málaferla slitastjórnar Glitnis á hendur honum í New York. Pálmi var einn sjömenninga sem skilanefnd Glitnis stefndi árið 2010 og gaf þeim að sök að hafa tekið fjármuni úr bankanum og nýtt í eigin þágu og í þágu fyrirtækja sinna. Fjármagnið hafi m.a. komið með sölu skuldabréfa á Manhattan og víðar í Bandaríkjunum. Skilanefndin krafðist tveggja milljarða króna í bætur, það gera um 260 milljarða króna á gengi þess tíma.

Hinir stefndu voru auk Pálma þau Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir, Þorsteinn Jónsson, Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, og Hannes Smárason, sömuleiðis fyrrverandi forstjóri FL Group. Endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCoopers var sömuleiðis stefnt. Málinu var vísað frá árið 2011.

Pálmi gerði á sínum tíma kröfu í þrotabúið og vísaði slitastjórnin málinu til héraðsdóms. Mál hans verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.