Panamaskjölin verða gerð opinber á morgun, mánudag, klukkan um það bil sex á íslenskum tíma. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) standa fyrir opinberun skjalanna, en samtökin hafa starfað að því að fjalla um aflandsfélögin síðustu misserin.

Hægt verður að leita í gagnagrunninum, eins og um leitarvélina Google væri að ræða, en um 200 þúsund aflandsfélög eru skráð í skjölin sem lekið var frá panamísku lögfræðistofunni Mossack Fonseca. Hægt verður að skoða hana þegar hún opnar á vefnum offshoreleaks.icij.org.

Gögnin hafa verið varlega valin, að sögn alþjóðasamtakanna, og verða símanúmer, millifærslur og heimilisföng ekki birt auk annarra persónulegri samskipta sem láku samhliða upplýsingunum um aflandsfélögin. Birtingin er sögð vera í almannahag.