Fréttaskýringaþáttur SVT, Uppdrag granskning, sem fjallar um Panamaskjölin, hefur verið tilnefndur til Emmy-verðlauna fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin. Þetta kemur fram í frétt SVT í dag.

Í þættinum er að finna víðfrægt viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra og formann Framsóknarflokksins, þar sem hann svaraði spurningum um aflandsfélagið Wintris.

Sigmundur Davíð hefur ítrekað gagnrýnt þáttarstjórnendur og kallað aðferðir þeirra tilefnislausa árás og sagt að hann hafi verið plataður í viðtalið. Aðstandendur þáttarins hafa hinsvegar varið aðferðir sínar og lýst þeim sem nauðsynlegum til að afhjúpa Sigmund og sannleikann um aflandsfélagið.