Japanska tæknifyrirtækið Panasonic ætlar að hætta framleiðslu á plasma-sjónvörpum á næsta ári og er stefnt að því að selja reksturinn. Breska ríkisútvarpið ( BBC ) segir að þrátt fyrir að sjónvörp Panasonic hafi verið hlaðin lofi þá hafi framleiðslan brennt gat í bækur Panasonic í gegnum tíðina enda skili reksturinn miklu tapi.

Panasonir er ekki eina fyrirtækið sem horfir upp á að framleiðsla á sjónvarpstækjum borgar sig ekki en bæði Hitachi og Pioneer hafa eða eru við það að hætta framleiðslu á sjónvörpum.

BBC segir þá deild Panasonic sem framleiði plasma-sjónvarp hafa tapað 754 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 940 milljarða íslenskra króna, í fyrra og hafi það bæst við 772 milljarða jena tap frá fyrra ári.