Nú geta íslenskir snjallsímaeigendur pantað sér pizzu hjá Domino´s og fylgst með framleiðsluferlinu með nýju appi. Hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur hannað þetta fyrsta matar-app. Markaðsstjóri Domino´s á Íslandi, Magnús Hafliðason, býst við aukningu á pöntunum í gegnum þetta nýja app og á netinu, segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Appið er notendum að kostnaðarlausu og virkar í iPhone-síma og síma með Android-stýrikerfi. Þetta á að auka þægindi viðskiptavina sem geta pantað sér mat með fljótlegri hætti en áður.