Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, segir að áframhaldandi notkun evru sé eina leið Grikklands fram á veginn. Með henni sé stöðugleiki í gjaldeyrismálum tryggður, og skilyrði fyrir hagvexti einnig. Bloomberg greinir frá orðum Papademos í dag.

Papademos myndaði nýja ríkisstjórn þann 11. nóvember síðastliðinn, eftir fjögurra daga viðræður. Þingmenn ræða nú næstu skref, en mikið kapp er lagt á að tryggja greiðslu af neyðarláni Björgunarsjóðs evruríkja og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.