George Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, mun segja af sér í dag og setja ríkisstjórn sína frá. Hann mun mæla með því að samsteypustjórn undir forsætis Lucas Papademos, aðstoðarbankastjóra evrópska seðlabankans.

Papandreú á öllu samkvæmt að sitja næstu tvö ár. Heimsmarkaðir fóru hins vegar á hliðian eftir að hann sagði í vikunni ætla að láta Grikki kjósa um það hvort þeir vilja láta björgunaráætlun ESB-ríkjanna yfir sig ganga.

Bloomberg-fréttaveitan segir frá því í dag að ákvörðunin fari hvorki vel í fjárfesta né þjóðarleiðtoga. Svo kunni að fara að stjórnvöld fái ekki næsta lánaskammt sem landið þarf á að halda til að geta staðið við skuldbindingar sínar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í gær gífurleg vonbrigði ef björgunaráætlunin verður settí þjóðaratkvæðagreiðslu, í raun verði Grikkir að gera upp við sig hvort þeir vilji taka áfram þátt í evrusamstarfinu eður ei.