Innflutningur á dagblaðapappír er aftur farinn að aukast eftir nær samfelldan samdrátt frá árinu 2008 samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Veruleg aukning varð á dagblaðapappírsinnflutningi í ágúst þegar flutt voru inn 844 tonn á móti 208 tonnum í sama mánuði 2009.

Þá voru flutt inn 571 tonn í september á móti 329 tonnum í fyrra. Frá janúar til og með september 2010 er innflutningurinn samt sem áður mun minni en í fyrra eða 4.381 tonn á móti 5.524 tonnum.