*

fimmtudagur, 15. apríl 2021
Innlent 26. nóvember 2008 20:59

Pappírsverksmiðja á Hellisheiði?

Ritstjórn

Verið er að skoða möguleika á því að setja upp pappírsverksmiðju við Hellisheiðarvirkjun. Það er dótturfyrirtæki Papco hf. í Reykjavík, Icelandic Paper, sem stendur að þessu verkefni að því er kemur fram í sunnlenska fréttablaðinu Suðurglugganum. 

Þar er haft eftir Þórði Kárasyni, framkvæmdastjóra Papco hf., að um sé að ræða 7.000 fm verksmiðju með um 30,000 tonna framleiðslugetu á ári. Fyrirhugað er að verksmiðjan framleiði svo kallaðan „tissue“ pappír sem er pappír fyrir neytendavörur eins og eldhúsrúllur, servíettur og salernispappírr og færi um 25,000 tonn til útflutnings á markaðsvæði í Evrópu, Bretlandi og Skandinavíu. Annað færi til framleiðslu Papco hf.

Unnin hefur verið áreiðanleikakönnunum og búið er að hanna allan vélbúnað verkefnisinns að þeirri miklu orku sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun segir í frétt Suðurgluggans. Pappírsiðnaður er mjög orkufrekur iðnaður og þetta er ekki í fyrsta skipi sem hugmyndir um að reisa slíka versmiðju vakna hér á landi.

Verksmiðjan yrði staðsett á iðnaðarsvæði Orkuveitu Reykjavíkur við Hellisheiðarvirkjun, en uppsetning verksmiðjunnar miðast við að nýta affalssvatns frá virkjuninni.

Þórður segir að nú sem verið að bíða eftir úrskurði Skipulagsstofnunar um það hvort verksmiðjan þurfi að fara í umhverfsimat.

Samkvæmt upprunarlegum áætlunum Icelandic Paper er gert ráð fyrir að verksmiðjan verði tekin í notkun árið 2010, en í henni verða til um 35-40 störf. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði starfrækt allan sólarhringinn með framleiðslu á 100 tonnum á sólahring.

Haft er eftir Þórði að vel hafa gengið að fjármagna verkefnið og að áhugi sé mikil fyrir verkefninu erlendis, en núverandi ástand sé vissulega óstöðugt.