Bandaríski vogunarsjóðurinn PAR Capital hefur haldið áfram að selja hluti sína í Icelandair Group en sjóðurinn er ekki lengur stærsti hluthafi félagsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er nú stærsti hluthafinn en hann á, sem fyrr, 11,81% en PAR Capital er komið niður í 11,75%. Frá þessu segir Túristi.is.

Áður fyrr átti sjóðurinn 13,7%. Síðan þá hefur hann selt um 106 milljón hluta í Icelandair en gengið var á bilinu 1,5 krónur á hvern hlut til 3,4 krónur á því tímabili. Stærstan hluta bréfa sinna keypti sjóðurinn á genginu 9,03 í fyrra, fyrir um 5,6 milljarða króna. Síðasta sumar bætti hann við sig fleiri bréfum á enn hærra verði.

Þrír mismunandi sjóðir á vegum Stefnis eiga meira eða 12,25% samanlagt. Gildi lífeyrissjóður á 7,24% og Birta lífeyrissjóður 7,07%.