*

mánudagur, 6. júlí 2020
Innlent 29. maí 2019 08:00

PAR orðinn stærsti eigandi Icelandair

Fjárfestingasjóðurinn PAR Capital á nú 13,7% hlut í félaginu eftir 700 milljón króna kaup í síðustu viku.

Ritstjórn
Hluthafafundur Icelandair samþykkti að afsala sér forkaupsrétt vegna hlutafjáraukningar fyrir upphaflega fjárfestingu PAR Capital í lok Apríl.
Haraldur Guðjónsson

PAR Capital er nú orðinn stærsti einstaki hluthafi Icelandair eftir 700 milljón króna fjárfestingu í félaginu í síðustu viku. Þetta kemur fram í frétt Markaðarins í morgun.

Eftir viðskipti síðustu viku á fjárfestingasjóðurinn bandaríski 13,7% hlut í félaginu, sem jafngildir um 7,4 milljörðum á núverandi gengi bréfanna.

Sjóðurinn keypti sín fyrstu hlutabréf í flugfélaginu fyrir tæpum tveimur mánuðum, um 11,5% hlut fyrir 5,6 milljarða króna, á genginu 9,03 krónur á hlut. Síðan þá hefur gangvirði bréfanna hækkað um rúm 10%, og stendur nú í 9,95 krónum.

Stikkorð: Icelandair PAR Capital