Wal-Mart hefur selt kínverska vefverslun sína til næst stærstu vefverslunar landsins í skiptum fyrir 5% hlut í henni.

Fær fyrirtækið hlut í JD.com að andvirði 1,5 milljarðs Bandaríkjadala í skiptum fyrir vefverslun sína Yihaodian. Bandaríska stórfyrirtækið Wal-Mart rekur meira en 400 verslanir í Kína en samkeppnin er hörð í landinu og hefur fyrirtækið þurft að loka nokkrum verslunum sem og glímt við litla sölu í vefverslun sinni.

Með samningnum fær Wal-Mart aðgang að flutningakerfi JD.com sem og að þeim 150 notendum sem eru að síðunni, en JD.com fær með þessu aukinn styrk í mikilli samkeppni sinni við Alibaba. Áætlað er að markaðurinn muni vaxa uppí 180 milljarða dala árið 2020 en hann nam um 41 milljarði á síðasta ári.