Hagnaður Eurostar dróst saman um 38% á síðasta ári, en félagið rekur háhraðalest sem ferðast milli London og París.

Hagnaður félagsins var 34 milljónir punda á síðasta ári, en var 55 milljónir ári áður. TEkjur féll um %, úr 867 milljónum punda í 821 milljónir punda.

Í uppgjörinu er árið sagt hafa verið erfitt og lækkun hagnaðar er að miklu leyti rakin til árásanna í París frá nóvember og styrkingu pundsins. Félagið segir að marktækur munur hafi verið á seldum miðum eftir árásirnar, en það er svipuð saga og mörg flugfélög greindu frá stuttu eftir árásirnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að áhrifin hafið verið svipuð og eftir hryðjuverkaárásirnar í London árið 2005.

Félagið varð einnig fyrir tapi vegna tafa sem komu til vegna flóttamanna sem voru á lestarsporunum við Calais.