Parísarklúbburinn hefur ákveðið að fella niður skuldir Haiti eftir að landið hafði farið í gegnum skuldaniðurfellingaáætlun Parísarklúbbsins (f. Club de Paris). Samkomulagið var staðfest 8. júlí síðastliðin en áður hafi Haiti gengist undir aðgerðaráætlun klúbbsins (e. Heavily Indebted Poor Countries (HIPC)).

Til að endurreisa greiðslugetu Haiti ákvað Parísarklúbburinn að fella niður skuldir að andvirði 62,73 milljóna Bandaríkjadala. Auk þess mun klúbburinn hafa frumkvæði að því að koma af stað viðræðum um niðurfellingu á 152 milljónum dala til viðbótar sem mun falla að HIPC áætlunni.

Að endurreisnaráætlun Haiti komu fulltrúar Belgíu, Kanada, Danmerkur, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Hollands Spánar, Bretlands og Bandaríkjanna. Rússland, Japan og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áttu áheyrnarfulltrúa á fundinu.

Skuldir Haiti voru taldar nema um 1885 milljónum Bandaríkjadala í september 2008.

Óformlegur félagsskapur

Parísarklúbburinn er óformlegur félagsskapur helstu áhrifamanna efnahagsmála í 19 ríkustu ríkjum heims og var hann stofnaður 1956.

Fyrir nokkrum árum töldu margir að Parísarklúbburinn væri orðin verulega áhrifaminni þegar kemur að fjármögnun nýmarkaðshagkerfa þar sem skuldug ríki eins og Rússland, Pólland og Nígería greiða skuldir sínar snemma. Á sama tíma var verið að fella niður skuldir allra fátækustu ríkjanna að mestu eða öllu leyti.

Völd Parísarklúbbsins voru í hámarki á níunda og tíunda áratugnum en hann hefur séð til þess að skuldir hátt í eitt hundrað ríkja hafa verið endurskoðaðar.