*

þriðjudagur, 22. september 2020
Innlent 11. júlí 2020 16:19

Parlogis hagnaðist um 6 milljónir

Parlogis, stærsta heildsala landsins, hagnaðist um 6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 169 milljóna króna tap árið á undan.

Ritstjórn
Framkvæmdastjóri Parlogis er Hálfdan Guðni Gunnarsson.
Aðsend mynd

Parlogis, stærsta heildsala landsins, hagnaðist um 6 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 169 milljóna króna tap árið á undan. Vörusala nam 14 milljörðum króna árið 2019 samanborið við 12,5 milljónir króna 2018.

Eigið fé fyrirtækisins á síðasta ári nam 352 milljónum króna á meðan eignir í árslok voru rétt tæpar 4 milljónir.

Eini hluthafi Parlogis er Lyfjaþjónustan sem á 100% hlut. Framkvæmdastjóri Parlogis er Hálfdan Guðni Gunnarsson.

Stikkorð: Uppgjör Parlogis