Páskarnir 2015 gætu orðið minnistæðir sem síðustu páskarnir þar sem súkkulaði var ennþá ódýrt, en búist er við að kakóverð muni tvöfaldast fyrir árið 2020, þar sem heimsforðinn er að dragast ört saman. Þessu greinir The Guardian frá.

Samkvæmt David Guest, prófessor í plöntufræði við háskólann í Sydney er verðhækkun óhjákvæmileg. Það er mjög kostnaðarsamt og tímafrekt að rækta kakó. Samkvæmt Guest tekur þrjú ár frá þvi tré er plantað þar til það fer að gefa af sér kakó. Það þarf að huga mikið af trjánum, það þarf mikið vinnuafl til þess en framboð á vinnuafli er að dragast saman þar sem ungt fólk er að flytja til borganna og fólk þjáist af lélegri heilsu.

Auk þess koma 70% kakó bauna frá vestur Afríku þar sem hafa orðið miklar pólitískar og félagslegar breytingar undanfarna áratugi.

Eftirspurn eftir súkkulaði er einnig að vaxa á stöðum sem áður fyrr neyttu ekki mikið af súkkulaði, sér í lagí í Kína og Indlandi. Eftirspurnin er að vaxa sjö sinnum hraðar í Asíu en í Evrópu. Kakó ræktendur geta einfaldlega ekki sinnt þessari eftirspurn.

Það eru þó ekki allir á einu máli um framtíðar skort á súkkulaði. Sumir telja að þó að framboð af kakói muni dragast saman verði skorturinn ekki jafn mikill og búist er við vegna áhrifa aðgerða til að auka framboðið.