Alþingi hefst á ný í dag en þingmenn hafa verið í páskafríi í 17 daga eða síðan 10 apríl síðastliðinn. Frí þingmanna er með lengstu fríium en til samanburðar fengu grunnskólabörn aðeins um tíu daga páskafrí og leikskólabörn frí í viku.

Fram kom í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að um 200 lagafrumvörp og þingsályktunartillögur bíði afgreiðslu þingmanna.

Fyrstu nefndarfundir þingmanna hefjast í dag klukkan 9:30. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar er m.a. fjallað um séreignasparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og sparnaða, leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána og gjaldskrárlækkanir. Fjárlaganefnd Alþingis mun fjalla um svipuð mál.

Umhverfis - og samgöngunefnd fundar jafnframt í dag eins og forsætisnefnd Alþingis.

Þingfundur hefst svo klukkan 15 í dag.

Gert er ráð fyrir því að Alþingi fari í frí 16. maí næstkomandi vegna sveitarstjórnarkosninga.

Hér má sjá starfsáætlun Alþingis .