Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,19% í dag, en heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 827 milljónum króna á rólegum degi í aðdraganda páskafrís. Flest viðskipti voru með bréf Icelandair, eða 11 talsins, en félagið lækkaði um 0,27% í dag. Mest viðskipti voru hins vegar með bréf Eikar, en þau námu 129 milljónum króna. Eik hækkaði um 1,06% í viðskiptum dagsins.

N1 lækkaði um 1,28% í dag, en aðeins ein viðskipti voru með bréf félagsins og námu þau tæpum 800 þúsundum. Reginn hækkaði mest, eða um 1,82% í 111 milljón króna viðskiptum. Gengi annarra félaga hreyfðist minna en 1 prósent.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 7,1 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 1,8 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,1% í 5,3 milljarða viðskiptum.