Mest notaða lykilorð í heiminum var „password“ í tvö ár. Nú virðist hafa orðið breyting á þvi á nýliðnu ári var vinsælasta lykilorðið „123456“ er orðið vinsælasta lykilorðið. Þetta sýna niðurstöður SplashData sem hóf árið 2011 að greina þau lykilorð sem voru birt á netinu.

Niðurstöðurnar eru fengnar úr safni lykilorða sem var lekið eftir að ráðist var á Adobe. Þar var lykilorðið 123456 langvinsælast. Þar á eftir kom lykilorðið „123456789“ og í þriðja sæti kom lykilorðið „password“.

Á vefnum Arshtechnica segir að listi Splashdata bendi til þess að sumir netnotendur séu einfaldlega að grátbiðja um að ráðist sé inn á netaðganga þeirra.