Paul Krugman fjallar um Ísland í skoðanapistli á vefsíðu New York Times. Þar segir hann að ísland sé ekki lengur undir handleiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og segir að áætlun sjóðsins hafi gengið eftir. Hann segir að atvinnuleysi sé enn hátt á Íslandi og að langt sé í land með fullan bata. Hér ríki þó ekki kreppa, aðgangur að alþjóðlegum fjármagnsmörkuðum hafi opnast og samfélagið sé samstíga. Þetta hafi allt verið gert með óhefðbundinni stefnu, með því að neita greiðslu skulda, gengislækkun og gjaldeyrishöftum. Þetta sé eins fjarlægt gullfætinum og hægt er. En það hafi tekist.

Hér má lesa grein Krugman.