Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, sagði í viðtali við CBS-sjónvarpsstöðina í dag að hagkerfið þar í landi þyrfti marga mánuði til að ná sér á strik í kjölfar yfirstandandi efnahagserfiðleika. Reuters segir frá þessu í dag.

Paulson sagðist bjartsýnn á að bandaríska þingið myndi veita ríkisstjórninni heimild til að lána húsnæðislánveitendunum Fannie Mae og Freddie Mac fé, svo félögin geti komist út úr þeim vandræðum sem þú glíma nú við.

Ráðherrann nefndi jafnframt að lykilatriði í bataferli hagkerfisins væri stöðugleiki á húsnæðismarkaði. Þess vegna væri mikilvægt að starfsemi Fannie og Freddie kæmi sem ósködduðust út úr niðursveiflunni.