Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki getað útilokað að gripið verði inn í gjaldeyrismarkað til að gera Bandaríkjadal stöðugri.

„Ég myndi aldrei segja að það sé enginn möguleiki að gripið verði til beinn aðgerða,“ sagði Paulson samkvæmt frétt Reuters. Paulson sagði einnig að methátt olíuverð sé vandamál fyrir efnahagskerfi Bandaríkjanna.

Paulson sagðist einnig fagna fyrirhugaðan fund olíuframleiðsluríkja með ríkjum sem kaupa olíu, til að ræða það sem þau kalla „ósanngjarna hækkun“ olíuverðs. „Fundurinn verður örugglega uppbyggilegur, svo ég fagna honum. Ég tel þó að langtímalausnir séu rétta leiðin, til dæmis aðrar orkuuppsprettur. En það er gott að rætt sé um vandann.“