PayPal, fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslumiðlun á internetinu, kynnir í dag nýjan hugbúnað sem gerir farsímanotendum kleift að greiða fyrir þjónustu og vörur.

Með hugbúnaðinn hyggst félagið bæta stöðu sína á stækkandi markaði smartsíma.

Á ráðstefnu í San Francisco í dag ætlar fyrirtækið einnig að kynna ódýrari leið fyrir fyrirtæki til að rukka viðskiptavini um 12 dollara eða minna, t.d. staka frétt fjölmiðla eða tónlist.

PayPal er í samkeppni við hinar hefðbundnu greiðslumiðlanir líkt og Visa og MasterCard.