Rafræna greiðsluþjónustufyrirtækið PayPal hefur verið að fikra sig nær hefðbundinni viðskiptabankastarfsemi á síðustu misserum. Félagið hefur verið að bæta ýmis konar bankaþjónsutu við rafræna veskið sem það býður nú upp á innlánatryggingar, debitkort sem hægt er að nota í hraðbönkum og innlausn launaseðla gegn framvísunar myndar af seðlinum.

Í umfjöllun The Wall Street Journal segir að einn galli sé á gjöf Njarðar því PayPal er ekki með bankaleyfi í Bandaríkjunum. Innlánatryggingar gilda aðeins fyrir fjármagn sem geymt er í bönkum og Visa og Mastercard leyfa bönkum aðeins að gefa út kort sem rekin eru á þeirra kerfi.

PayPal hefu því þurft að leita til nokkurra  minni banka í Delaware, Georgia og Utah til þess að halda úti hinni nýtilkomnu þjónustu.

Í samtali við The Wall Street Journal segir Bill Ready, framkvæmdastjóri rekstrar hjá PayPal að markmiðið væri að ná til fólks sem ætti ekki bankareikning og gefa þeim aðgang að stafræna hagkerfinu. „Ef þú átt ekki bankareikning þá geturðu ekki ferðast með Uber eða gist í Airbnb húsnæði,“ segir hann.