PayPal, sem er greiðslukerfi á netinu, ákvað á föstudag að loka á WikiLeaks síðuna.  Það þýðir að ekki er hægt að styrkja síðuna með framlögum í gegnum greiðslukerfið, sem er vinsæl leið til að greiða fyrir vörur í Bandaríkjunum.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

PayPal, sem er í eigu eBay, er meðal margra fyrirtækja sem hefur annað hvort hætt vefþjónustu við WikiLeaks eða hefur hótað að hætta henni.  Rök PayPal fyrir lokuninni eru þau að kerfi þeirra megi ekki nota við að taka þátt eða hvetja til ólöglegrar starfsemi.