PCC á Bakka við Húsavík stefnir að því að endurræsa annan ljósbogaofn kísilversins í apríl og hinn ljósbogaofninn verði ræstur fljótlega í kjölfarið að því er fram kemur í nýbirtu uppgjöri PCC. Slökkt var á kísilverinu og nær öllu starfsfólki sagt upp síðasta sumar eftir ítrekaðar bilanir kísilversins.

Síðan þá hefur verið unnið að endurbótum á verksmiðjunni sem hafi dregist á langinn þar sem afhending á vissum búnaði hafi seinkað. Þá segir einnig í uppgjöri PCC að kísilverð hafi hækkað nokkuð að undanförnu auk þess að endursamið hafi verið við nokkra af aðalbirgjum félagsins sem ætti að bæta afkomuna.

Félagið hóf í byrjun ársins að endurráða starfsfólk. Lífeyrissjóðir, sem eiga stærstan hluta í Bakkastakki, sem á 13,5% í kísilverinu, færðu niður megnið af fjárfestingu sinni á síðasta ári.