Rúnar Sigurpálsson, framkvæmdastjóri kísilvers PCC á Bakka við Húsavík, segir að að óbreyttu sé stefnt á að gangsetja kísilverið í vor. Verð á kísil hafi þokast í rétta átt að undanförnu sem sé góðs viti fyrir félagið.

PCC lokaði verksmiðjunni síðasta sumar tímabundið og sagði upp um 80 manns sem unnu við verksmiðjuna. Verði verksmiðjan gangsett í vor er stefnt á að byrja að endurráða starfsfólk á næstu vikum.

Sjá einnig: Eigandi PCC keypt fjölda ríkisfyrirtækja

Verksmiðjan var endurfjármögnuð fyrir ári, og móðurfélagið PCC lagði til um 5 milljarða króna gegn eftirgjöf af vöxtum og lengingu lána hjá lífeyrissjóðum og Íslandsbanka sem lánuðu kísilverinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .