Útgáfufélagið Pearson, sem meðal annars gefur út breska viðskiptablaðið Financial Times, sagði í gær að félagið væri að skoða alla kosti, þar á meðal að selja einingu sína í Frakklandi, Les Echos, sem gefur út samnefnt viðskiptablað. Sölutekjur félagins á síðasta ári námu 126 milljónum evra og skilaði 10 milljónum evra í rekstrarhagnað.

Sá orðrómur hefur verið á kreiki í vikunni að Pearson muni taka höndum saman við General Electrics og leggja fram yfirtökutilboð í Dow Jones útgáfufélagið, sem meðal annars gefur út viðskiptablaðið Wall Street Journal. Gengi bréfa Pearson féll um 2,32% í viðskiptum á hlutabréfamarkaði í London í gær.