Breska útgáfufélagið Pearson er í viðræðum við að selja 50% eignarhlut sinn í The Economist Group sem gefur út blaðið The Economist. Fyrr í vikunni seldi fyrirtækið Nikkei hlut sinn í Financial Times.

Enn er óljóst hvort verði úr sala og hefur Pearson ekki nefnt fyrirtækið sem það er í viðræðum við. Heimildamenn herma þó að fjölskyldurnar og starfsmenn sem eiga hinn 50% eignarhlutinn í blaðinu hyggist kaupa hluta Pearson.

Sérfræðingar telja að hluti Pearson í the Economist group gæti selst á 300 til 400 milljónir punda. Óvíst er þó hvert söluverðið verður. Auk The Economist blaðsins rekur blaðið með The Economist Intelligence Unit, Economist Events and Economist Corporate Network. Talið er að muni taka nokkrar vikur að ganga frá tilboðinu.