Óbreyttir starfsmenn sem og æðstu stjórnendur Kaupþings og Landsbankans hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikla markaðsmisnotkun og umboðssvik sem á að hafa farið fram frá nóvemberbyrjun 2007 til falls bankanna í október 2008. Í ákærunni í Kaupþingsmálinu segir að á 229 daga tímabili voru nettókaup eigin viðskipta bankans í svokölluðum sjálfvirkum pörunarviðskiptum yfir 25% af heildarveltu í 148 daga, yfir 50% af heildarveltu í 75 daga og yfir 75% af heildarveltu í 20 daga.

Er stjórnendum Kaupþings og starfsmönnum eigin viðskipta bankans gert að sök að hafa með markvissum hætti reynt með ýmsum hætti að stemma stigu við lækkun hlutabréfaverðs eða koma í veg fyrir hana. Þetta á að hafa verið gert með því að halda úti stórum kauptilboðum á markaði, sem voru endurnýjuð jafnharðan og þeim var tekið og með því að setja inn tilboð í uppboðum fyrir og eftir lokun markaða, en í síðasta tilvikinu sé hægt að hafa áhrif á lokaverð með litlum tilkostnaði.

Áhugavert er að óbreyttu starfsmennirnir höfðu nær engra persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta, en yfirmenn þeirra áttu mikið undir því að hlutabréfaverð bankans félli ekki um of. Þeir hafi framkvæmt tilteknar aðgerðir fyrir tilstuðlan yfirmanna.

Til að koma í veg fyrir að eign Kaupþings færi yfir ákveðin mörk og til að fela kaupin hafi hlutabréfin verið seld til sérstaklega valinna félaga með fullri fjármögnun bankans. Eru bæði viðskiptin og lánveitingar þeim tengd sögð lögbrot í ákærunni.

Ítarlega er fjallað um ákærurnar í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Baráttunni um bílaumboðið Heklu er ekki lokið
  • Fjallað um væntanlega skráningu TM og VÍS
  • Atvinnulausum með litla menntun fer fækkandi
  • Eftirlitsstofnun EFTA skoðar hvort Icelandair hafi fengið ólögmæta ríkisaðstoð
  • Gangvirði eigna Framtakssjóðsins er 17 milljörðum hærra en bókfært virði þeirra
  • Seðlabanki og FME eru ósammála um frumvarp um breytingar á fjárfestingarheimildum lífeyrissjóða
  • Seðlabankastjóri segir taugaveiklun á skuldabréfamarkaði hafa komið á óvart
  • Lögmenn lífeyrissjóðs telja kaupréttarsamninga Eimskips hafa verið ólöglega
  • Afkoma H.F. Verðbréfa var mun betri í fyrra en árið á undan
  • Stjórnendur íslenskra fyrirtækja eru ekki bjartsýnir á nánustu framtíð
  • Fjallað er um áhrif fríverslunarsamnings Bandaríkjanna og ESB á Ísland
  • Samráðsvettvangur leggur til aukna ábyrgð seðlabankastjóra og breytingu á húsnæðislánakerfinu
  • Elínrós Líndal, stofnandi og eigandi tískuhússins Ellu, er í ítarlegu viðtali. Hún segir m.a. að ódýr fataframleiðsla sem byggi á misnotkun vinnuafls og litlum gæðum gangi ekki til lengdar
  • Fjallað um þá möguleika sem skíðafólki standa opnir um páskana
  • Listamessum hefur fjölgað mikið á síðustu árum um allan heim
  • Skemmtilegir Íslendingar segja frá því hvað gera á í páskafríinu
  • Hollenskt hernaðarfyrirtæki stofnar félag á Íslandi og ræður þekktan Íslending til starfa
  • Það helsta úr VB sjónvarpi í vikunni sem leið
  • Óðinn skrifar um skuldavanda Íslands
  • Nærmynd af nýkjörnum formanni VR, Ólafíu Björk Rafnsdóttur
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um græna spena ríkisins
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar og margt, margt fleira