Ákvörðun indverskra stjórnvalda um að banna stóran hluta af gjaleyri í umferð hefur valdið hörmulegum áhrifum og eyðilagt traust fólks á ríkisstjórnina að mati fyrrum forsætisráðherra Indlands, Manmohan Singh, sem er pólitískur andstæðingur núverandi forsætisráðherra.

Þetta skrifar Singh í indverska blaðið The Hindu , hann kallar ákvörðun núverandi stjórnvalda „risavaxna hörmung“ (e. mammoth tradegy), sem hafi rýrt alvarlega trú almennings á stjórnvöld til þess að sjá um peningastefnu landsins.

Stefna ríkisstjórnarinnar eigi að skera herör gegn spillingu og skattaundanskotum í Indlandi. Singh segir að þessar aðgerðir hafi verið velmeinandi og hugmyndina um að berjast gegn spillingu og koma í veg fyrir skattaundanskot sé mikilvæga til að berjast fyrir. Hann bætir þó við að „Leiðin til heljar er oft byggð á vel meinandi hugmyndum.“