Peningamagn á evrusvæðinu var enn yfir markmiðum evrópska seðlabankans í júlí, en hefur þó minnkað síðan í júní, segir í frétt Dow Jones.

Vöxtur peningamagns og sparifés (M3) á evrusvæðinu var 7,8% í júlí, en var 8,5% í júní, en greiningaraðilar höfðu spáð 8,2% aukningu í júlí.

Á þriggja mánaða tímabilinu mars til júlí jókst peningamagn og sparifé um 8,3%, en 8,7% á tímabilinu apríl til júní.

Viðmið evrópska seðlabankans er 4,5% aukning á þriggja mánaða tímabili.