*

föstudagur, 18. september 2020
Innlent 16. september 2020 10:20

Peningamagnið aukist um 227 milljarða

Frá ársbyrjun til júlíloka varð mikil aukning peningamagns í umferð á Íslandi vegna aðgerða Seðlabankans og annarra þátta.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Frá janúar til júlíloka jókst peningamagn í umferð á Íslandi um 227 milljarða króna samkvæmt tölum sem Morgunblaðið tekur upp úr hagtölum Seðlabanka Íslands.

Aukningin er sögð skýrast að hluta til af launahækkunum, minni neyslu meðan á sóttvarnaraðgerðum stóð, mikil umsvif á fasteignamarkaði sem gætu aukið innlán, sem og barnabótaauki og aðrar aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Í fjármálageiranum væri einnig aukning vegna aukinna innlána í bæði Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóðina, en hjá þeim síðarnefndu hefðu verið meiri uppgreiðslur en ný lán í júlí. Auk þess hefðu þeir fjárfest lítið erlendis eins og samkomulag var um sem fjallað hefur verið um, en á móti kæmi útgreiðsla séreignasparnaðar.

Seðlabankinn segir skýringuna líka mega rekja til lækkunar bindisskyldu, að slakað var á eiginfjárkröfum banka og að Seðlabankinn hefði keypt ríkisbréf fyrir tæplega 809 milljónir króna, en þær aðgerðir sem hófust í mars áttu eimitt að auka peningamagn í umferð.