Már Guðmundsson var núna í morgun á opnun fundi fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Már hóf fundinn á að fara yfir stöðuna í þjóðabúinu. Hann sagði peningamálastefnuna vera á krossgötum en framleiðsluslaki hafi snúist í spennu, verðbólguvæntingar hafi hækkað í kjölfar kjarasamninga en lækkað aftur í kjölfar sterkrar krónu og lágu heimsmarkaðsverði á olíu. Hann sagði einnig að Seðlabanki spái því að verðbólga mun fara yfir verðbólgumarkmið á næsta ári, nái hámarki í 4% og verða síðan aftur innan markmiða Seðlabankans á árinu 2018.

Hnökrar í peningastefnu batna

Seðlabankinn benti á það í riti Peningamála sem kom út þann 4. nóvember að innstreymi fjármagns geti valdið erfiðleikum í aðhaldsstefnu. Þessi þróun gerir Seðlabankanum erfitt fyrir að ná fram aðhaldi á innlendum vöxtum, en miðlun peningastefnunnar færist þá í auknum mæli frá vaxtastigi yfir í gengi krónunar.

Seðlabankastjóri segir hins vegar að þetta hafi breyst, en innstreymi erlends fjármagns hafi stöðvast við hækkun stýrivaxta, innlendir aðilar hafi endurskoðað mat sitt á innlendum horfum og ávöxtunarkrafa skuldabréfa hafi hækkað. Þetta sé því ekki jafn mikið áhyggjuefni og það var þegar ritið var gefið út.

Er 2007 á leiðinni

Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar spyr hvort að 2007 sé að koma aftur. Seðlabankastjóri segir einfaldlega „Nei, ég held ekki, þrátt fyrir að það séu ýmiss líkindi.“ Hann segir að hagsveiflan sé líkari gömlu hagsveiflunum, t.d. þeirri sem varð 1987. Már segir að alþjóðlega umhverfið sé allt annað, bankakerfið okkar sé allt annað en það sé ekki í neinni alþjóðlegri starfsemi.