OECD telur að Seðlabanki Íslands þurfi að styrkja peningamálastefnu sína. Þetta kemur fram í skýrslu stofnunarinnar um þróun efnahagsmála á Íslandi. Ekki hafi tekist að tryggja stöðugleika verðbólgu og of miklar sveiflur séu á genginu.

Áfram er útlit fyrir litla verðbólga. Samdráttarskeiði hafi lokið seint á síðasta ári og stefni í 3% hagvöxt á næsta ári. Vel hafi gengið að innleiða þær ábendingar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) samkvæmt mbl.is.