Fjármálaeftirlitið (FME) fær harðar ákúrur vegna eftirlitsleysis í rannsóknarskýrslu Alþingis. Þar er meðal annars bent á að eitt til tvö stöðugildi hafi átt að fylgjast með alls 94 sjóðum bankanna, eftirlitið hafi ekki beitt þeim valdheimildum sem það gat og hefði ekki brugðist við brotum á lögum og reglum um starfsemi sjóðanna.

Forstjórinn áhugalaus

Einn starfsmaður FME sagði fyrir nefndinni það ekki „hafa tíðkast“ að beita viðurlögum og að „forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi verið mjög áhugalaus um allt sem viðkom eftirliti með sjóðum.“ Þá segir í skýrslunni að eini starfsmaður FME „í eftirliti með sjóðum fór í langt leyfi í nóvember 2006 [...]og fram í maí 2007. Enginn var ráðinn í hans stað í heilt ár og voru sjóðirnir því í raun sem næst án eftirlits á því tímabili. Slíkt verður að teljast alvarleg vanræksla af hálfu Fjármálaeftirlitsins.“

Í ljós þess hversu atkvæðalítið FME var „gagnvart sjóðunum má spyrja hvort að starfsmenn stofnunarinnar hafi gert sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í starfsemi þeirra.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .