Alls runnu 68 milljarðar króna út úr Peningamarkaðssjóði Landsbankans síðustu vikuna sem hann var opinn. Á sama tíma var fjárfest fyrir 11 milljarða króna í sjóðnum.

Því minnkaði sjóðurinn um 57 milljarða frá 26. september, þegar stærð hans nam 159 milljörðum króna, til föstudagsins 3. október þegar honum var lokað. Þá voru í sjóðnum um 102 milljarðar króna.

Innlausnir úr sjóðnum skiptust nokkuð jafnt á milli fagfjárfesta og almennra fjárfesta, sem að mestu leyti voru einstaklingar. Alls tóku 164 fagfjárfestar út um 31 milljarð króna á meðan 4.115 almennir fjárfestar tóku út sem samsvarar 37 milljörðum króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .