*

sunnudagur, 21. júlí 2019
Fólk 30. október 2016 18:02

Peningar eru félagsverur

Kjartan Smári Höskuldsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Íslandssjóða, segir viðskipti byggja á góðum samskiptum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Kjartan Smári Höskuldsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Íslandssjóða, en hann hefur undanfarin níu ár starfað sem forstöðumaður hjá VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka.

,,Íslandssjóðir eru rótgróið félag og eitt elsta eignarstýringarfyrirtæki á Íslandi, stofnað 1994 og hefur hingað til boðið upp á hefðbundna verðbréfa- og fjárfestingarsjóði. Það hafa verið einhverjar sérhæfðar fjárfestingar, en nú er verið að setja kraft í að byggja þann hluta upp,“ segir Kjartan sem undirbýr nú meðal annars sölu lóðarinnar kringum höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi.

,,Þær eru meira hugsaðar fyrir fagfjárfesta, fyrir tryggingarfélög, lífeyrissjóði og aðra sem eru með kannski þolinmóðara fjármagn.“

Kjartan er Akureyringur og hóf sinn starfsferil í tölvuversluninni BT þar sem hann var verslunarstjóri, en síðan hann fór suður í sálfræðinám.

,,Það eru alls konar spennandi hlutir í vinnusálfræðinni, en sá sem kenndi mér hana heitir Svali Björgvinsson, og var starfsmannastjóri í Kaupþingi,“ segir Kjartan. „Hann ræður mig inn í Kaupþing þar sem ég fer að starfa í verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf.“ Síðar flytur Kjartan sig yfir til Glitnis þar sem hann hefur í raun starfað síðan í gegnum ýmsar breytingar

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð.