Einn nefndarmanna í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands greiddi atkvæði gegn tillögu Seðlabankastjóra um að lækka vexti á síðasta vaxtaákvörðunarfundi og kaus að halda vöxtum óbreyttum. Kemur þetta fram í fundargerð nefndarinnar.

Nefndarmaðurinn saldi að þrátt fyrir mikinn árangur að undanförnu snerist vaxtaákvörðun hverju sinni um að hafa áhrif á þróunina fram á við en ætti ekki að endurspegla nýliðna þróun. Þótt gert væri ráð fyrir því að verðbólga hjaðnaði enn frekar á næstunni væri, litið lengra fram á veginn, búist við að hún þokaðist aftur upp vegna verðbólguþrýstings frá vinnumarkaði og minnkandi slaka í þjóðarbúskapnum.

Fjórir nefndarmenn studdu hins vegar tillögu Seðlabankastjóra um að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur.