Peningastefnunefnd Seðlabankans var sammála um að ekki væri ástæða til að breyta vöxtum að þessu sinni.

Meginvextir bankans verða því eftir sem áður 5,75%, það er vextir á sjö daga bundnum innlánum, innlánsvextir verði 5,5%, það er vextir á viðskiptareikningum, vextir af lánum gegn veði til sjö daga verði 6,5% og daglánavextir 7,5%, að tillögu seðlabankastjóra.

Nefndin var sammála um að styrking krónunnar og alþjóðleg verðlagsþróun veittu svigrúm til að vextir hækkuðu hægar en áður hefði verið talið nauðsynlegt.