Nefndarmenn peningastefnunefndar greiddu allir atkvæði með tillögu seðlabankastjóra um 0,25 prósenta lækkun stýrivaxta. EInn nefndarmaður hefði þó kosið 0,25 prósenta meiri lækkun með þeim rökum að þótt upphaf efnahagsbatans væri í sjónmáli væri hann enn afar veikur og æskilegt væri að örva hann enn frekar.

Fundargerð nefndarinnar frá því 2. febrúar sl. var birt á vefsíðu Seðlabankans í dag, tveimur vikum eftir ákvörðun líkt og venjan er.

Már Guðmundsson, Arnór Sighvatsson, Þórarinn G. Pétursson, Anne Sibert og Gylfi Zoëga skipa nefndina.

Fundargerð peningastefnunefndar má lesa hér .