Evrópska peningavikan hefur gengið vonum framar, segir Kristín Lúðvíksdóttir verkefnisstjóri en tilgangurinn með vikunni er að vekja athygli góðs fjármálalæsis.

,,Auk þess er tilgangurinn að kynna kennsluefni Fjármálavits fyrir kennurum en markmiðið er að kennarar nota kennsluefnið í kennslu um fjármál." Viðtökurnar hafa verið góðar bæði hjá nemendum og kennurum að sögn Kristínar og hafa fjölmargir skólar verið heimsóttir á síðustu dögum.

,,Nemendur hafa tekið vel á móti starfsmönnum frá Samtökum fjármálafyrirtækja sem hafa farið tveir og tveir saman í hverja heimsókn. Nemendur spyrja töluvert og eru áhugasamir þegar kemur að því að fara í spurningaleik og þeim skipt í hópa, þá kemur upp í þeim keppnisskapið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .