Penninn hefur keypt írsku kaffihúsakeðjuna Insomnia og er fyrirtækið fyrir 16 milljónir evra eða 1,5 milljarða króna, ef marka má frétt The Irish Times.

Samkvæmt fréttinni borgar Penninn tólf milljónir evra með peningum og tekur á sig fjórar  milljónir af skuldum.

Fjórir stærstu hluthafar Insomnia, þar á meðal stjórnarformaður félagsins og forstjóri þess, leggja svo aftur sex milljónir evra af söluverðinu í félagið og munu eiga 49% í því, segir í fréttinni.

Forstjóri félagsins, Bobby Kerr, mun áfram gegna þeirri stöðu.

Kerr segir í samtali við Irish Times að stefnt er á að leggja í útrás og er líklegast að Insomnia sæki á Skandinavíumarkað.

Insomnia rekur 40 sölustaði á Írlandi og stefnt er að að fjölga þeim um 20 á þessu ári.

Kerr segir fyrirtækið hafi vaxið um 30% á síðasta ári. EBITDA félagsins var 1,6 milljónir evra eða 153 milljónir króna á síðasta ári og veltan nam 12 milljónum evra eða 1,14 milljónir  króna.

Kaupþing var ráðgjafi Pennans við kaupin, að því er fram kemur í fréttinni.