Pepsi hyggst fækka starfsmönnum sínum um 3.300. Er það gert til að draga saman kostnað í kjölfar þess að hagnaður félagsins dróst saman um 9,5% milli ára.

Hagnaður Pepsi á þriðja ársfjórðungi var 1,6 milljarðar Bandaríkjadala, sem er undir væntingum greiningaraðila.

Sala félagsins jókst úr 10,2 milljörðum dala í 11,2 milljarða dala.

Fækkun starfsmanna fyrirtækisins, sem mun eiga sér stað um heim allan, telur aðeins tæplega 2% starfsmanna Pepsi.

BBC greindi frá.