Pepsi hyggst segja upp 8.700 manns og eru uppsagnirnar hluti af hagræðingaraðgerðum að upphæð 1,5 milljarðs Bandaríkjadala. Pepsi segir að með þessum aðgerðum nái fyrirtækið kostnaðarforskoti og hægt verði að nota sparnaðinn í frekari uppbyggingu vörumerkisins og nýsköpun.

Pepsi gerir ráð fyrir að hagnaður 2012 verði 5% lakari en í fyrra. Pepsi ætlar að auka auglýsingakostnað um 600 milljónir Bandaríkjadala og kemur til með að leggja sérstaka áherslu á Norður Ameríku. 12 vörumerki verða í eldlínunni hjá Pepsi, meðal annars Pepsi-Cola, Lay´s, Gatorade, Tropicana, Doritos og 7-Up. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.