PepsiCo spáir því að árið verði ekki jafn spennandi og áður var gert ráð fyrir. Fyrirtækið segir talsverða óvissu ríkja á alþjóðlegum mörkuðum, sér í lagi í Asíu, Norður-Afríku og Miðausturlöndum.

Félagið spáir 3% söluaukningu á árinu, en salan jókst um 3,6% árið 2016. Markaðsaðilar virðast taka illa í spánna, þrátt fyrir að félagið hafi farið fram úr væntingum í síðasta uppgjöri. Gengi bréfanna hefur fallið um 2% í dag.

Greiningaraðilar höfðu spáð 1,16 dala hagnaði á hlut og tekjum upp á 19,51 milljarð dala. Tekjurnar námu hins vegar 19,52 milljörðum dala og var hagnaður á hlut 1,20 dalir.